Kristinn Guðlaugsson 13.11.1868-05.04.1937

<blockquote>... Kristinn Guðlaugsson mun vera með þeim fyrstu, ef ekki sá fyrstur aðkomumanna, sem þátt tekur í barnafræðslu hér í hreppi, en eins og kunnugt er, var sú fræðsla eingöngu á vegum heimilanna í sveitum með aðstoð og eftirliti prestanna. þó að hann léti af þeim störfum vegna annarra anna, þá lét hann þau mál jafnan til sín taka. Hann vanna að því, að hér yrði stofnaður heimavistarskóli fyrir börn í hreppnum, skömmu eftir aldamót, þótt ekki yrði af framkvæmd, en farkennslufyrirkomulagið valið samkvæmt nýju fræðslulögunum frá 1907. Þá vann hann með bróður sínum sr. Sigtryggi, að stofnun ungmennaskóla, og lagði til (land) lóð undir hann og einnig undir barnaskólahús, er hér var reist 1912.<br /> <br /> Í sambandi við fræðslu Kristins Guðlaugssonar, verður að geta sönghneigðar hans. Hann hafði ungur lært að leika á harmoníum og er hann var í skóla, var hann organisti Hóla-dómkrikju. Auk þess að kenna söng börnum, er hann kenndi hér, stofnaði hann söngfélag og hafði um mörg ár stjórn þess á hendi hér í hreppnum, til mikillar ánægju og uppörvunar bæði fyrir þátttakendur og aðra.<br /> <br /> Sem dæmi um sönghæfin Kristins vill ég teta þess, að skömmu eftir að hann kom hér, nótusetti hann allmörg sálmalög, eins og þau voru sungin við guðsþjónustur (húslestur) í heimahúsum. Þýkir söngfræðum mönnum mikið til þess koma. Nokkur lög samdi Kristinn og sum við ljóð eftir sjálfan sig, því hagmæltur var hann ágætlega. Þætti mér ekki ólíklegt, að álitlegt safn ljóða hefði hann eftir sig látið ...</blockquote> <p align="right">Úr minningargrein í Tímanum 15. september 1950, bls. 5</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.03.2018