Jón Árnason 27.06.1928-10.03.2004

<p>Jón bjó á Syðri-Á alla tíð. Hann stundaði sjómennsku frá unga aldri og sauðfjárbúskap á Syðri-Á allt til æviloka. Hann starfaði sem fjallskilastjóri fyrir Ólafsfjörð í mörg ár.</p> <p>Jón lærði snemma að leika á harmoniku og spilaði fyrir dansi alla tíð, bæði einn og með hljómsveitum. Þá starfaði hann með Harmonikuklúbbi Eyjafjarðar og sótti landsmót Félags harmonikuunnenda. Jón æfði sönghópa og lék undir með þeim. Einnig lék hann oft undir með einsöngvurum.</p> <p>Árið 1984 gaf hann út hljómplötu þar sem hann lék m.a. eigin lög með aðstoð hljóðfæraleikara á Akureyri. Árið 2002 lék hann inn á hljómdisk með félögum sínum í hljómsveitinni South River Band. Jón var hagmæltur og orti mikið, bæði lausavísur og kvæði. Á 75 ára afmæli sínu árið 2003 gaf hann út ljóðabókina Fjallaþyrnar og fjörusprek.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 20. mars 2002, bls. 28.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
South River Band Harmonikuleikari 2002-08 2003-04

Tengt efni á öðrum vefjum

Bóndi , harmonikuleikari , lagahöfundur , ljóðskáld og sjómaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.10.2015