Dísella Lárusdóttir -

Dísella Lárusdóttir lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og hóf þá meistaranám við Westminster Choir College, Rider University í Princeton í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hún 2005 og tók þátt í ýmsum keppnum næstu ár og gekk vel. Hún bar t.d. sigur úr býtum í Astral Artistic Services 2006 National Auditions og komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions, en í framhaldi af því fékk hún starfssamning hjá Metropolitan óperunni í hlutverki Miss Schlesen í Satyagraha eftir Philips Glass. Í apríl 2008 hélt hún debut-tónleika sína í New York í Merkin Hall og fékk einróma góða dóma fyrir. Dísella söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Vínartónleikum hljómsveitarinnar í janúar 2009 og fyrir hlutverk sitt sem Adina í Ástardrykknum eftir Donizetti sama haust var hún tilnefnd til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, sem söngvari ársins.

Hún býr nú í New York og er ráðin við Metropolitan óperuna fram til vors 2013. Þann 8. apríl síðastliðinn söng hún Solemn Vespers eftir Mozart Í Carnegie Hall.

- - - - -

The New York Times singled out soprano Dísella Lárusdóttir's performances as a National Finalist in the Metropolitan National Council Auditions as being amongst 2007's "memorable moments" in opera. Last year Dísella covered several roles at the Metropolitan Opera where she will make her debut with the company as Garsenda in Francesca da Rimini by R. Zandonai in March 2013. A winner of Astral Artists' 2006 National Auditions, the Iceland native gave a critically acclaimed New York recital debut in Merkin Concert Hall in 2008.

Recent engagements include the world-première performance of Pulitzer Prize-winning composer Aaron Jay Kernis' da l'Arte del Danssar on Astral's series, Sibelius' Luonnotar with the Princeton Symphony Orchestra, and the Glière Concerto for Soprano and Orchestra with Symphony in C. As the winner of the Vocal Division of the Philadelphia Orchestra's 2007 Albert M. Greenfield Competition, Dísella debuted with the orchestra in January 2008 with Christoph Eschenbach as conductor.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 19. júlí 2011.

Staðir

Kvennaskólann í Reykjavík Nemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2002

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi, söngkona, tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.03.2016