Tryggvi M. Baldvinsson (Tryggvi Marteinn Baldvinsson) 04.08.1965-

Tryggvi M. Baldvinsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Jónasi Ingimundarsyni í píanóleik og við tónfræðadeild sama skóla þar sem tónsmíðakennarar hans voru þeir Atli Heimir Sveinsson og Þorsteinn Hauksson. Að því námi loknu (1987) hélt hann til Vínarborgar þar sem hann nam tónsmíðar og tónfræði með sérstakri áherslu á endurreisnarkontrapunkt hjá Reinhold Portisch við Konservatoríum Vínarborgar og lauk þaðan prófi árið 1992. Tryggvi hefur að námi loknu starfað við hina ýmsu tónlistarskóla. Nú síðast sem deildarstjóri tónfræðagreina við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ. Hann stjórnaði einnig Lúðrasveit verkalýðsins á árunum 1996-2005. Tryggvi hefur einnig sinnt ýmsum félagsmálum í þágu tónskálda; var m.a. formaður Ung Nordisk Musik á Íslandi, sat í stjórn Tónskáldafélags Íslands og Íslenskrar Tónverkamiðstöðvar.

Verk Tryggva hafa verið flutt víða um heim og hefur hann hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Árið 2004 hlaut verk hans, Konsert fyrir klarinettu og blásarasveit, Íslensku Tónlistarverðlaunin sem sígilt tónverk ársins 2003. Árið 2008 var Tryggvi heiðurslistamaður Álftaness.

Af vef Listaháskóla Íslands 2013.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1987
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari -
Listaháskóli Íslands Tónlistarkennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1996 2005

Tengt efni á öðrum vefjum

Stjórnandi, tónlistarkennari, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.12.2015