Sveinn Eyþórsson 17.02.1964-

<p>Sveinn lærði frá ungum aldri á gítar hjá föður sínum, <a href="https://www.classical-guitar-school.com/en/Eythor">Eyþóri Þorlákssyni</a>. Framhaldsnám stundaði hann við Conservatorio Isaac Albeniz í Girona á Spáni og lauk þaðan Guitar Professor diploma 1986. Að námi loknu starfaði Sveinn sem gítarkennari. Árið 1999 lauk Sveinn svo B.Sc-námi í tölvunarfræði frá Information System in Högskolan i Skövde í Svíþjóð og hefur síðan starfað sem tölvunarfræðingur og kerfishönnuður. </p> <p>Sveinn hannaði og rekur <a href="https://schoolarchive.com">School Archive</a>, mikið notað rafrænt skráningar og umsjónarkerfi fyrir listaskóla. Hann heldur einnig úti vefnum <a href="https://classical-guitar-school.com">The Guitar School</a>, afar gagnlegum vef fyrir klassíska gítarkennslu þar sem í boði eru yfir 3300 síður af gítarnótum.</p> <p align="right">Upplýsingar af vefsíðu Sveins - 3. maí 2021</p>

Staðir

Tónlistarskóli Garðabæjar Tónlistarkennari 1988-1994
Tónlistarskóli Garðabæjar Gítarkennari 1996-1998
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Gítarkennari 1996-1998

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarkennari , gítarleikari og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.05.2021