Baldur Vilhelmsson 22.07.1929-26.11.2014

Prestur. Baldur var fæddur á Hofsósi 22. júlí 1929, sonur þeirra Vilhelms Erlendssonar símstöðvarstjóra og Hallfríðar Pálmadóttur konu hans. Baldur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1950. Í framhaldi af því innritaðist hann til náms við guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. theol. prófi árið 1956. Sama ár tók hann við embætti sóknarprests í Vatnsfirði og gegndi því til starfsloka árið 1999. Var til sama tíma prófastur í Ísafjarðarprófastdæmi, embætti sem hann gegndi frá 1988.

Jafnhliða prestþjónustu og búskap sinnti sr. Baldur margvíslegum öðrum störfum. Var lengi kennari við Héraðsskólann að Reykjanesi og skólastjóri um hríð. Sinnti jafnframt félagsog trúnaðarstörfum í heimasveit sinni og í þágu Vestfirðinga. Þá skrifaði Baldur talsvert í blöð og tímarit og lét að sér kveða á opinberum vettvangi. Var frásagnargáfa hans og orðkynngi rómuð.

Andlátsfregn í Morgunblaðinu 27. nóvember 2014, bls. 8.

Staðir

Vatnsfjarðarkirkja Prestur 02.06. 1956-1999

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Prestur og prófastur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.01.2019