Sigurveig Hjaltested 10.06.1923-20.07.2009

<p>Sigurveig var meðal brautryðjenda íslenskra óperusöngvara, tók m.a. þátt í óperuflutningi í Þjóðleikhúsinu á árunum 1951-1966 og söng víða sem einsöngvari bæði með kórum eins og t.d. Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræðrum eða í samstarfi við aðra söngvara. Þá nutu landsmenn söngs hennar bæði í Ríkisútvarpinu og sjónvarpinu. Sigurveig söng nokkrum sinnum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tók þátt í tónlistarhaldi víða um land og hélt einsöngstónleika.</p> <p>Þegar um hægðist í söngnum sneri hún sér að tónlistarkennslu og kórstjórn, tók m.a. þátt í uppbyggingu Söngskólans í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes og æfði kóra hjá Þjóðkirkjunni. Síðustu starfsárin kenndi hún við Tónlistarskóla Árnessýslu og stjórnaði Hörpukórnum á Selfossi. <p>Eiginmaður Sigurveigar var <a href="http://www.ismus.is/i/person/id-1005365">Ólafur Beinteinsson</a> og varð þeim fjögurra barna auðið. Ólafur studdi komu sína með ráðum og dáð í tónlistinni enda tónlistarmaður sjálfur. Sigurveig Hjaltested naut mikillar hylli sem óperusöngkona og hlaut margs konar viðurkenningar fyrir tónlistarstörf sín, m.a. Fálkaorðu íslenska lýðveldisins árið 2007.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 23. júlí 2009, bls. 8.</a>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.09.2013