Bjargey Pálsdóttir Christensen 24.10.1905-14.02.1992

.... Bjargey hóf snemma píanónám hjá Páli ísólfssyni og fór síðan utan og nam meðal annars við hið norska Konservatorium í Osló. Árið 1930 fluttist hún til Danmerkur, þar kynntist hún Sigurd Christensen og giftu þau sig árið 1935. Stofnuðu þau heimili sitt í lítilli en þægilegri íbúð á Friðriksbergi, þar sem þau voru allan sinn búskap. Sigurd var lengst af yfirkennari við Skt. Annæ Gymnasium í Kaupmannahöfn. Bjargey og Sigurd varð ekki barna auðið...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.03.2019