Ólafur Jónsson 18.08.1967-

Að loknu námi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla FÍH hélt Ólafur til framhaldsnám við Berklee College of Music í Boston haustið 1989 með saxófón sem aðalfag og útskrifaðist þaðan með láði (B.M.) vorið 1992. Þar var hann undir handleiðslu Bill Pierce, George Garzone og Joe Viola, en tók einnig einkatíma hjá Jerry Bergonzi og Hal Crook í Boston. Næsta vetur stundað Ólafur einkanám hjá George Coleman og Joe Lovano í New York borg. Ólafur flutti heim 1993 og hóf að kenna við Tónlistarskóla FÍH og Tónskóla SDK. Jafnframt kennslustörfum hefur hann verið í framvarðarsveit íslenskra saxófónleikara og leikið með öllum helstu jazzleikurum landsins ýmist undir eigin nafni eða í samstarfi. Hann er félagi í Stórsveit Reykjavíkur og hefur m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, tekið þátt í uppfærslum hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, leikið inn á hljómplötur og unnið fyrir útvarp og sjónvarp.

Sumartónleikar í Sigurjónssafni 20. júlí 2004 – tónleikaskrá.

Staðir

Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -
Berklee tónlistarháskólinn í Boston Háskólanemi 1989-1992
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarkennari 1993-
Tónskóli Sigursveins Saxófónkennari 1993-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Jónsson & More Saxófónleikari 2008
Stórsveit Reykjavíkur Saxófónleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, saxófónkennari, saxófónleikari, tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.01.2016