Jón Auðuns 05.02.1905-10.07.1981
<P>Prestur. Stúdent frá MR 1924. Cand. theol. frá HÍ 22. júní 1929. Framhaldsnám í samanburðarfræði (trúarbragðasögu) og helgisiðafræði í Marburg í Þýskalandi í 6 mánuði 1929-30 og í París í einn mánuð á svipuðum tíma. Ferðaðist og kynnti sér kristindóm- og menningarmál í ýmsum löndum. Kosinn forstöðumaður Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði 5. júlí 1930 og vígður 17. ágúst sama ár. Forstöðumaður Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík 1941. Skipaður prestur við Dómskirkjuna 1. desember 1945 og dómprófastur 2. júlí 1951 frá 1. að telja. Veitt leyfi 7. desember 1971, leyfi frá störfum að hálfu leyti, frá 1. október sama ár og lausn frá embættum 17. janúar 1973 frá 1. apríl að telja. Prófdómari við guðfræðideild HÍ o. m. fl.</p>
<p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 521-22 </p>
Staðir
Fríkirkjan í Hafnarfirði | Prestur | 1930-1945 |
Dómkirkjan | Prestur | 01.12. 1945-1973 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.11.2018