Árni Ísleifsson (Árni Ísleifs) 18.09.1927-27.10.2018

<blockquote>„Ég byrjaði að spila með fyrstu hljómsveit Björns R. Einarssonar í Listamannaskálanum 1945-46, en hafði áður dálítið verið að spila á skóladansleikjum og slíku,“ segir Árni, en hljóðfæri hans í þessum „bransa" voru alla tíð píanóið og víbrafónninn. „Tíminn sem ég spilaði í Listamannaskálanum varð ekki langur, því brátt lá Ieiðin upp í Breiðfirðingabúð, þar sem ég spilaði í nokkur ár. Hljómsveitin var ógurlega vinsæl og það mátti víst segja að krakkarnir á þessum tíma eltu hljómsveitina.<br /> <br /> Þegar ég hætti með Birni R. fór ég að leika í Þórscafé með Svavari Gests en þá hafði Ragnar Jónsson tekiðviðstaðnum. Þórscafé var þá á annarri hæðinni í Sveins Egilssonarhúsinu [við Hlemmtorg, Laugarveg 105]. Ég spilaði líka nokkuð á Röðli um þetta leyti, þ.e. fyrir 1950. Þá voru það einkum ræll, polki, marsuka og slíkir dansar sem mátti spila og tangó, sem þá var alveg nýr af nálinni, mátti aðeins heyrast einu sinni á kvöldi, þ.e. kl. 12. Dansstjórunum þótti hann víst of ósiðlegur, en á Röðli voru alltaf tveir dansstjórar og ég man að annar þeirra var Guðjón, faðir Péturs Guðjónssonar, rakara. Mig minnir að hinn hafi verið Jónas Guðmundsson.<br /> <br /> Ég stofnaði mína eigin hljómsveit árið 1951 og það kom nú þannig til að ég var beðinn að koma til Vestmannaeyja og sjá um músikina í Sjálfstæðishúsinu þar, en þeir voru þá að keppa við Alþýðuhúsið í Eyjum, sem Guðni Hermannsson ofl. höfðu verið að flikka upp á. Við spiluðum þarna tveir Eyjamenn og þrír Reykvíkingar og var hann Bragi hérna einn af þeim, en við vorum þarna í fjóra mánuði. Ekki var ég með eigin hljómsveit lengur í bili, því um vorið 1951 kem ég aftur til Reykjavíkur og við Bragi förum að leika með hljómsveit Þórarins Óskarssonar, ÞÓ, eins og hún var kölluð, í Listamannaskálanum. Þar var opið frá 9-1 á laugardagskvöldum og inngangurinn kostaði tíkall. Þetta voru fjörug böll ...<br /> <br /> „Ég byrjaði að spila í Tivolí 1951-52 með tríói Jan Morávek [segir Árni]. Þetta var góð æfing, því við spiluðum undir með hinum og þessum skemmtikröftum, sem er alltaf mikilsverð þjálfun. Þetta var ágætt „Tívolí," því þarna voru Parísarhjól, bílabraut, tjörn með róðrarbátum, skotbakkar, speglasalur, draugahús, átt- fætlingur svonefndur og margt fleira. Margir góðir listamenn komu þarna...</blockquote> <p align="right">Úr viðtali við Árna Ísleifs og Braga Einarsson í Tímanum 24. júlí 1983, bls. 14-15</p>

Staðir

Melaskóli Tónmenntakennari 1971-1973
Tónskóli Sigursveins Píanókennari 1972-1973
Tónlistaskóli Fljótsdalshéraðs Tónlistarkennari 1976-
Tónlistarskóli Austur-Héraðs Skólastjóri 1982-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar Píanóleikari , Hljómsveitarstjóri og Útsetjari
Hljómsveit Árna Ísleifssonar Píanóleikari og Hljómsveitarstjóri
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Píanóleikari 1945-11 1946-11
Hljómsveit Svavars Gests Píanóleikari 1949-09-11

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari , skólastjóri , tónlistarkennari , tónlistarmaður og tónmenntakennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.11.2018