Björn Þorláksson -1767

Prestur. Nam í Hólaskóla en eignaðist barn á námstímanum með konu er áður hafði átt barn með móðurbróður hans. Fékk uppreisn og varð stúdent. 1. desember 1720 varð hann aðstoðarprestur sr. Jóns Grímssonar á Hjaltabakka og fékk prestakallið að honum látnum 12. febrúar 1724 og var þar til dauðadags. Harboe taldi hann lítt lærðan en sæmilega gáfaðan og reglusaman en mjög fátækan. Andaðist úr holdsveiki.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 255.

Staðir

Hjaltabakkakirkja Aukaprestur 01.12.1720-1724
Hjaltabakkakirkja Prestur 12.02.1724-1767

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.07.2016