Einar Clausen 03.12.1965-

<p>Einar Clausen nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hefur sótt söngnámskeið og einkatíma hjá David Jones, Ian Partridge, Helene Karusso og Alex Ashworth. Hann hefur starfað við tónlist frá árinu 1990 og alfarið sem söngvari frá árinu 2006.</p> <p>Einar hefur sungið með fjölda kóra, kirkjukóra og kammerhópa, svo sem Voces masculorum, kórum Langholtskirkju, Schola Cantorum og Hljómeyki. Hann er einn af stofnendum karlakvartettsins Út í vorið.</p> <p>Hann hefur komið fram sem einsöngvari með kórum og hljómsveitum og sungið hlutverk svansins í Carmina Burana eftir Carl Orff, tenórhlutverkið í Misa Criolla og Navidad Nuestra eftir Ariel Ramirez, tenórhlutverkið í Theresíumessu Haydns, hlutverk Guðspjallamannsins í Mattheusarpassíunni eftir Bach og baritónhlutverkin í Requiem eftir Gabriel Fauré og Mass of the Children, eftir John Rutter. Þá hefur Einar frumflutt verk eftir tónskáldin John Speight og Gunnstein Ólafsson.</p> <p align="right">Tónleikaskrá. Listasafn Sigurjóns 18. ágúst 2009.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.10.2013