Jón Sen 09.02.1924-04.11.2007

<p>Jón fæddist á eyjunni Amoy í Kína og ólst þar upp til þrettán ára aldurs. Faðir hans var Kwei-Ting Sen (1894–1994), prófessors í uppeldis- og sálarfræðum og rektors háskólans í Amoy og síðar prófessors við háskólann í Shanghai, og Oddnýjar Erlendsdóttur Sen (1889–1963) frá Álftanesi, síðar kennara við Kvennaskólann í Reykjavík.</p> <p>Jón fluttist með móður sinni og systur til Íslands árið 1937 eftir innrás Japana í Kína og hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík, en þaðan útskrifaðist hann árið 1945. Hann vann fyrir sér með því að taka ljósmyndir og tók meðal annars myndir á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1944. Hann fór í framhaldsnám í fiðluleik við The Royal Academy of Music í London og settist að í Reykjavík að loknu námi. Hann var í strengjakvartett Björns Ólafssonar fiðluleikara og síðar í Íslensk-ameríska kvartettinum en með honum fór hann í tónleikaför um landið árið 1958. Ári síðar fór hann í tónleikaför ásamt kvartettinum til Bandaríkjanna og kom fram í Boston, Íslendingabyggðum í miðríkjum Bandaríkjanna og í New York.</p> <p>Jón spilaði í Útvarpshljómsveitinni sem síðar varð Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Hann gegndi starfi konsertmeistara um tveggja ára skeið og var annar konsertmeistari þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1984. Hann kenndi jafnframt fiðluleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík um árabil.</p> <p>Jón starfaði sem rafeindavirki samhliða starfi sínu í Sinfóníuhljómsveit Íslands og framleiddi fyrstur Íslendinga þrjú þúsund sjónvarpstæki sem nefndust SEN-tæki á árunum 1960-1970. Hann rak fyrirtæki með fjarskiptabúnað sem hét Rafeindatæki til ársins 2002.</p> <p align="right">Byggt á minningargrein í Morgunblaðinu 2. desember 2007, bls. 56</p>

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1945
Konunglegi tónlistarakedemían í London Háskólanemi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Fiðlukennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1950 1974
Útvarpshljómsveitin Fiðluleikari 1945 1950

Skjöl

Jón Sen Mynd/jpg
Jón Sen ungur maður Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.10.2020