Torfi Jónsson 1623-03.04.1668

Prestur fæddur um 1623. Lærði í Skálholtsskóla og var þar kirkjuprestur tvö tímabil, hið síðara 1662-7. Var þess á milli aðstoðarprestur hjá föður sínum í Reykholti. Er þó ekki talinn meðal presta þar. Fékk veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1667 og hafði staðinn að hálfu móti Hallgrími Péturssyni. Var mjög vel látinn.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 1650-
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 1667-1668

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.05.2014