Stefán Jónsson 13.11.1942-

<p>... Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf að syngja dægurlög opinberlega árið 1958 með hljómsveitinni Plútó (síðar Lúdó-sextett og Stefán) sem var ein vinsælasta danshljómsveit hér á landi eftir að KK-sextettin hætti störfum og fram til 1963 er bítlaæðið kom til skjalanna. Stefán hefur svo sungið með Lúdó-sextetti og Stefáni lengst af síðan, auk þess sem hann söng um tíma með sextett Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Lúdó-sextett og Stefán hafa gefið út fjórar hljómplötur en sú fyrsta kom út 1963.</p> <p>Stefán hóf störf hjá Ræsi árið 1967 og hefur starfað þar síðan, fyrst sem afgreiðslumaður og síðan sölumaður og sölustjóri...</p> <p align="right">Úr grein í Dagblaðinu Vísi - DV 13. nóvember 1992, bls. 34, í tilefni 50 ára afmælis Stefáns</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúdó Söngvari 1958
SAS tríóið Söngvari 1957 1958

Tengt efni á öðrum vefjum

Sölumaður og söngvari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.07.2015