Stefán Jónsson 13.11.1942-

... Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf að syngja dægurlög opinberlega árið 1958 með hljómsveitinni Plútó (síðar Lúdó-sextett og Stefán) sem var ein vinsælasta danshljómsveit hér á landi eftir að KK-sextettin hætti störfum og fram til 1963 er bítlaæðið kom til skjalanna. Stefán hefur svo sungið með Lúdó-sextetti og Stefáni lengst af síðan, auk þess sem hann söng um tíma með sextett Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Lúdó-sextett og Stefán hafa gefið út fjórar hljómplötur en sú fyrsta kom út 1963.

Stefán hóf störf hjá Ræsi árið 1967 og hefur starfað þar síðan, fyrst sem afgreiðslumaður og síðan sölumaður og sölustjóri...

Úr grein í Dagblaðinu Vísi - DV 13. nóvember 1992, bls. 34, í tilefni 50 ára afmælis Stefáns

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúdó Söngvari 1958
SAS tríóið Söngvari 1957 1958

Tengt efni á öðrum vefjum

Sölumaður og söngvari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.07.2015