Hrefna Böðvarsdóttir 26.11.1906-08.07.1976
<p>Skólaganga Hrefnu var ekki löng. Ung þreytti hun inntökupróf i Kvennaskólann I Reykjavik og settist 13. bekk, og tók gott próf um vorið. Það nám hagnýtti hún sér vel bæði til munns og handa.</p>
<p>Hrefna lék á orgel og var mörg ár organisti við Miðdalskirkju. Þaö var þvi mikið spilað og sungið á Laugarvatnsheimilinu, þar sem systurnar skiptust á um aö spila undir sönginn. Minnist ég margra ánægjustunda frá þeim tima, er ég var þar á meðal þeirra.</p>
<p>Í júnl I944 giftist Hrefna mikilhæfum manni, Stefáni Ingvarssyni, bónda I Laugardalshólum, og bjuggu þau þar, þar til að hann lézt 12. nóvember 1963.</p>
<p>Hrefna eignaðist 3 börn, þau eru: Böðvar Ingi, trésmlðameistari kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur, Friðgeir Smári, bóndi Laugardalshólum, kvæntur Elínborgu Guðmundsdóttur, Kristln, húsmæðrakennari, gift Gunnari Kjartanssyni, mjólkurfræðingi, Selfossi.</p>
<p align="right">Úr miningargrein í Íslendingaþáttum Tímans 21. ágúst 1976, bls. 7.</p>
Staðir
Miðdalskirkja | Organisti | 1927-1956 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014