Haraldur Sigurgeirsson 20.01.1871-28.09.1911

<p>Haraldur Sigurgeirsson var fæddur á Grund í Eyjafirði 20. jan. 1871. Foreldrar hans voru séra Sigurgeir Jakobsson, prestur þar, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Að föður hans látnum fluttist hann með móður sinni og systkinum hingað vestur árið 1888 og settust þau að í Mikley í Winnipegvatni. Ól hann þar aldur sinn uns hann létst, þann 28. sept. 1911. – Haraldur kvað hafa verið fjölhæfur til munns og handa og mjög listhneigður; lærði tungumál auðveldlega, fékst töluvert við smásagna og ljóðagjörð og gaf út lítið kvæðakver. Lék óvenju vel á stofuorgel, að mestu sjálflærður, og bjó til nokkur sönglög. Kvað allstór syrpa af söngvum hans vera til í fórum frændfólks hans, sem ég hefi því miður ekki átt kost á að sjá. Hann mun hafa fengið bréflega kenslu í tónfræði og einhverja aðra tilsögn að auk. Eitt lag var prentað og hét „Frelsissöngur“. Var bæði kvæðið og lagið eftir Harald.</p> <p align="right"><a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5685829">Nokkur Vestur-Íslensk tónskáld.</a> Gísli Jónsson. Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga. 1. janúar 1950, bls. 74.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.08.2013