Garðar Svavarsson 08.09.1906-09.05.1984

Prestur. Stúdent í Reykjavík 1927 og lauk Cand. theol. prófi frá HÍ 14. febrúar 1933. Settur sóknarprestur í Hofsprestakalli í Álftafirði 22. mars 1933. Veitt Hof 15. september sama ár og sat á Djúpavogi. Lausn frá embætti 21. apríl 1937, frá 1. júní. Gegndi preststörfum í Reykjavík frá október 1936, kallaður aukaprestur í Dómkirkjuna 23. apríl 1938 og sinnti því til 1941 er hann fékk Laugarnesprestakall 7. janúar 1941 og lausn frá embætti 1. desember 1976.

Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 116-17

Staðir

Hofskirkja Prestur 22.03. 1933-1937
Laugarneskirkja Prestur 07.01. 1941-1976
Dómkirkjan Aukaprestur 23.04. 1938-1941

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.10.2018