Helga Benediktsdóttir 18.01.1915-03.11.2003

<p>Helga fluttist átta ára gömul að Miðengi. Hún stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti en naut einnig leiðsagnar föður síns sem var kennari. Hún var eitt ár við nám í orgelleik hjá Páli Ísólfssyni og var síðan organisti í Búrfellskirkju í nokkur ár og söng einnig í kirkjukórnum um margra ára skeið. Helga var virkur þátttakandi í félagsstörfum í Grímsnesinu. Hún var heiðursfélagi í UMF Hvöt, Kvenfélagi Grímsnesshrepps og Búnaðarfélagi Grímsnesshrepps. Helga og Kristinn stunduðu búskap í Miðengi frá árinu 1944 og síðar í félagsbúi með Gústav Adolf og Valgerði dóttur sinni. Miðengisbærinn fór illa í Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000, þurfti Helga þá að flytja frá Miðengi eftir 77 ára búsetu. Hún fluttist til Valgerðar dóttur sinnar á Selfossi en þegar heilsu hennar fór að hraka vorið 2001 fór hún á Hrafnistu í Reykjavík og dvaldi þar til æviloka.</p> <p align="right">Úr minningargrein. Morgunblaðið 13. nóvember 2003, bls. 39.</p>

Staðir

Búrfellskirkja Organisti 1941-1944

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014