Einar Eiríksson 1731-10.04.1810

<p>Prestur. Lærði í Hólaskóla og kom sér þar heldur illa, Stúdent þaðan 1754 og vígður aðstoðarprestur föður sína að Grímstungu 24. maí 1759 og fékk prestakallið eftir hann 21. febrúar 1778 . Var dæmdur frá kjóli og kalli 23. september 1785 fyrir prang tóbaks og brennivíns, hneykslanlegan drykkjuskap, illa meðferð á fyrri konu sinni, ósæmilegt orðbragð, undandráttur við við skipti eftir fyrri konu sína. Við bættist svo að vinnukona hans kenndi honum barn svo prestur hætti við að áfrúja málinu. Hann virðist hafa verið svakamenni og ganga af honum ljótar sagnir.

Staðir

Grímstungukirkja Aukaprestur 24.05.1759-1778
Grímstungukirkja Prestur 21.02.1778-1785

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.07.2016