Halldór Bragason (Halldór Snorri Bragason, Dóri Braga) 06.11.1956-

<blockquote>... Ég er úr Hlíðunum. Kom í heiminn í Mávahlíðinni og ólst þar upp á mjög tónelsku heimili. Ég á tvö eldri systkini, Helga og Bertu. Móðir mín var Steinunn Snorradóttir og faðir minn Bragi Kristjánsson. Hann var bróðir Einars Kristjánssonar óperusöngvara og það var mikið hlustað á óperu á heimilinu. Plötusafnið var gott og maður lærði að þekkja óperusöngvara fyrir hádegisfréttir í útvarpinu. <br><br> Það var mjög skemmtilegt að alast upp í Hlíðunum á þessum tíma og það var mikill vinskapur hjá allflestum fjölskyldum. Guðrún Á. Símonar óperusöngkona bjó beint á móti og okkur félögunum þótti gaman að stríða frú Guðrúnu, eins og hún var alltaf kölluð. Hún var nýflutt heim frá Englandi og átti tuttugu eða þrjátíu ketti, eins og frægt var. Okkur fannst það voðalega skrýtið. Í eitt skiptið komumst við yfir bensín eða olíu og máluðum dyrakarminn hjá frú Guðrúnu og kveiktum í. Að því búnu hringdum við dyrabjöllunni og hlupum bak við vegg. Þegar hún kom til dyra minnti hún einna helst á sirkusljón að stökkva í gegnum eldhring. ...</blockquote> <p align="right">Úr <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4127771">„Kærleikurinn er það eina sem skiptir máli.“</a> Tímarit Morgunblaðsins. 9. apríl 2006, bls. 10-16.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.02.2014