Karl Ottó Runólfsson (Karl O. Runólfsson, Kalli Run) 24.10.1900-29.11.1970

<p>Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24.10. árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur húsfreyju.</p> <p>Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga, dóttir Kristjáns Þorkelssonar, hreppstjóra í Álfsnesi við Kjalarnes.</p> <p>Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic.</p> <p>Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum.</p> <p>Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55.</p> <p>Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 24. október 2013, bls. 61.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1934-1939

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
1934 1939
Lúðrasveit Ísafjarðar Stjórnandi 1921-07 1923-09
Lúðrasveit Reykjavíkur Trompetleikari 1922
Lúðrasveitin Svanur Stjórnandi 1938 1961
Skólahljómsveit Austurbæjar Stjórnandi 1956 1971
Útvarpshljómsveitin Trompetleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Prentari , stjórnandi , trompetleikari , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.12.2017