Hallgrímur Thorlacius (Einarsson) 25.07.1760-25.01.1846

Prestur. Stúdent 1780 frá Skálholtsskóla með fyrirvara um að hann héldi áfram bóknámi af alefli. Vígðist aðstoðarprestur á Grenjaðarstað 30. nóvember 1783 og gegndi prestsverkum þar til 1787 er hann tók við Miklagarði og hélt það prestakall til æviloka, 1846. Þótti daufur kennimaður og eru til háðvísur um það en ágætis búhöldur og efnaðist vel. Átti í nokkrum málaferlum en var ávallt sýknaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 290.

Staðir

Grenjaðarstaðakirkja Aukaprestur 30.11.1783-1787
Miklagarðskirkja Prestur 08.10.1786-1846

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.10.2017