Egill Bjarnason (Egill Sofanías Bjarnason ) 20.02.1915-07.03.1993

<p>Egill fæddist á Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, sonur Bjarna Guðmundssonar og Soffíu Eggertsdóttur. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum 1934 og Samvinnuskólann 1936, starfaði við dagblaðið <em>Tímann</em> 1936-1941, rak fornbóksölu í Reykjavík 1941-1958 og var auglýsingastjóri við dagblaðið <em>Tímann</em> 1958-1962 þegar hann hóf fornbókasölu á ný.</p> <p>Egill þýddi margar þekktar óperettur og óperur. Má þar nefna <i>Don Pasquale</i>, <i>Sígaunabaróninn</i>, <i>My fair lady</i> og <em>Fiðlarann á þakinu</em>. Einnig samdi hann og þýddi fjölda texta við kór- og einsöngslög. Egill var einn af útgefendum tímaritsins <i>Straumhvarfa</i> og tímaritsins <i>Vöku</i>.</p> <p>Frá því Egil hóf 16 ára að syngja með kirkjukór á Dalvík má segja að sönglistin hafi verið hans helsta tómstundaiðja; frá glöðum gluntasöngvum til helstu kórverk tónbókmenntanna með stærstu kórum landsins og að síðustu í Kirkjukór Kópavogs sem Egill söng með frá stofnun 1952.</p> <p align="right">Byggt á minningargreinum og texta á vef Blaðamannafélags Íslands (Sótt 12. október 2020).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.10.2020