Sólrún Bragadóttir (Sóla Braga) 01.12.1959-

Sólrún Bragadóttir stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Kópavogi og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur, áður en hún hélt til frekara tónlistarnáms við háskólann í Bloomington, Indiana í USA. Þar lauk hún bæði bachelor- og mastersgráðu í einsöng og til söngkennara með háum vitnisburði. Meðal kennara hennar þar var hin fræga rúmanska söngkona Virginia Zeani.Strax að námi loknu fékk hún starf sem fyrsti lýríski sópraninn við leikhúsið í Kaiserslautern í Þýskalandi, þar sem hún söng mörg aðalhlutverk næstu þrjú árin. Því næst fékk Sólrún sólistastöðu við óperuhúsið í Hannover þar sem hún söng fjöldann allan af aðalhlutverkum jafnframt því að syngja gestahlutverk við hin ýmsu óperuhús Evrópu. Þar á meðal í Dusseldorf, Mannheim, Statsoper í Munchen, Karlsruhe, Kassel, Kiel, Heidelberg, Belfast, Bern, Liége, Avignion o.fl.

Meðal aðalhlutverka Sólrúnar má nefna...

Af vef Íslensku óperunnar (16. mars 2016)

Staðir

Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Indiana háskóli Háskólanemi -
Menntaskólinn við Sund Nemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi, söngkennari, söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016