Ingvi Rafn Ingvason 09.10.1970-

<p>Ingvi Rafn lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut frá Menntaskólanum á Akureyri en fylgdi málabraut. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann lauk prófi frá Háskóla Íslands með B.A. próf í ensku og enskum bókmenntum en lagði einnig stund á áfanga í heimspeki. Samhliða háskólanámi var Ingvi einnig í framhaldsnámi í tónlistarskóla F.Í.H. einn vetur.</p> <p>Ingvi Rafn hefur mestmegnis fengist við tónlistarkennslu í gegnum árin og þá aðallega sem trommusettskennari og slagverkskennari en hefur einnig verið með jazzhljómsveitir og slagverkssamspil sem og kennt ensku í grunnskóla. Ingvi hefur spilað og kennt á trommur á Akureyri, Húsavík, Reykjavík, Kópavogi og Los Angeles. Einnig var hann við nám eitt sumar við Berklee College of Music í Boston.</p> <p>Ingvi Rafn lauk Fréttamannaprófi Ríkisútvarpsins og starfaði sem slíkur eitt sumar á Rúvak. Hann hefur starfað í markaðsdeild MasterCard á Íslandi og sem verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg hjá EVS sem er ein af mörgum menningaráætlunum Evrópusambandsins og hefur hann reynslu af alþjóðastarfi m.a. vegna funda í Brussel og víðar. Einnig hefur Ingvi Rafn unnið með fötluðu fólki.</p> <p>Ingvi Rafn lauk Professional Diploma prófi frá Musicians Institute i Los Angeles. Hann var tónlistarstjóri á Clapton heiðurstónleikum á Kringlukránni með Páli Rósinkranz og hljómsveit og hefur spilað með mörgu af helsta tónlistarfólki landsins í gegnum tíðina eins og Jet Black Joe, JJ Soul Band, Geir Ólafs og Furstunum, Leikhúsbandinu, Rúnari Júlíussyni, Mannakorn, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og mörgum fleirum. Erlendis hefur Ingvi spilað m.a. með Gis Country Band, Cruise Control og Dave Benoit. Ingvi Rafn hefur margoft unnið til verðlauna fyrir hljóðfæraleik og var í verðlaunahljómsveit frá Musicians Institute sem spilaði í Tokyo, Japan. Hann gaf út plötuna „Made in Iceland“ árið 2007 sem inniheldur tónlist eftir Ingva.</p> <p>Ingvi kenndi trommuleik við Tónlistarskólann á Akureyri í nokkur ár og voru nemendur hans þeir fyrstu á Íslandi sem tóku og stóðust grunn- og miðpróf á trommusett samkvæmt nýrri samræmdri námsskrá. Frá 2010 til 2012 var hann við verslunarstörf í PIER á Akureyri samhliða einkakennslu.</p> <p align="right">Af vefnum akv.is 28. nóvember 2012 (afritað 26. febrúar 2014).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Tríó Björns Thoroddsen Trommuleikari 2002

Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.01.2016