Arndís Halla Ásgeirsdóttir 09.12.1969-

Arndís Halla stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og framhaldsnám í „Die Hochschule der Künste” í Berlín. Á árunum 1998-2000 var Arndís Halla fastráðin við Komische Oper í Berlín.

Meðal hlutverka hennar eru Súsanna í Brúðkaupi Fígarós og Frau Fluth í Kátu konunum frá Windsor við Nationaltheater í Mannheim og Weimer. Arndís Halla hefur sungið hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni víða, m.a í Íslensku óperunni 2001, Staatsóperunni í Prag, Landestheater Neustrelitz, Komische Oper Berlin og Beseto óperunni í Seol. Hún hefur komið fram víða á tónleikum t.d. með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og með Filharmoniqe de Monte-Carlo. Frá árinu 2003 er Arndís Halla „The Voice of Apassionata”, aðalsöngkonan í einni stærstu skemmtisýningu með hesta í Evrópu. Árið 2007 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Óður, og mynddiskur sem gefinn var út með Arndísi Höllu og fleirum á sama tíma náði gulldiski árið 2007. Arndís Halla söng síðast við Íslensku óperuna hlutverk Zerbinettu í Ariadne á Naxos haustið 2007.

Af vef Íslensku óperunnar (31. janúar 2015).

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 31.01.2015