Nína Björk Árnadóttir 07.06.1941-16.04.2000

<p>Nína Björk var dóttir Árna Sigurjónssonar, systursonar Stefáns frá Hvítadal, og Láru Hólmfreðsdóttur. Hún var fóstruð frá eins árs aldri af hjónunum Ragnheiði Ólafsdóttur og Gísla Sæmundssyni, sem bjuggu á Garðsstöðum við Ögur í Ísafjarðardjúpi.</p> <p>Eiginmaður Nínu Bjarkar var Bragi Kristjónsson bóksali og eignuðust þau þrjá syni, Ara Gísla, Valgarð og Ragnar Ísleif.</p> <p>Nína Björk stundaði gagnfræðanám á Núpi í Dýrafirði og leiklistarnám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Auk þess stundaði hún um nokkurt skeið nám við leiklistarfræðadeild Hafnarháskóla.</p> <p>Fyrsta ljóðabók Nínu Bjarkar, Ung ljóð, kom út 1965, vakti athygli og gaf fögur fyrirheit um hvað koma skyldi. Í ljóðunum takast á sterkar andstæður; milli hins þekkta og óþekkta. Ljóðabókin var fljótlega þýdd á dönsku líkt og mörg önnur verk hennar, sem þýdd voru á vel flest Norðurlandamálin auk þýsku, spænsku, rússnesku og pólsku.</p> <p>Eftir Nínu Bjök liggja alls níu ljóðabækur, tvær skáldsögur; Móðir, kona, meyja, 1987 og Þriðja ástin, 1995, auk leikrita, m.a. Súkkulaði handa Silju og Fugl sem flaug á snúru. Hún skrifaði ævisögu vinar síns, Alfreðs Flóka, og Ævintýrabókin með honum,1992. Leikrit hennar voru sett upp í Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og víðar, auk þess sem þau voru flutt í útvarpi, bæði á Íslandi og erlendis. Hún varð valinn borgarlistamaður árið 1985.</p> <p>Í skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, Trúir þú á töfra?, sem kom út 2011, er vísað til Nínu Bjarkar og kveðskapar hennar. Aðalsöguhetjan, Nína Björk, lifir og hrærist í skáldskap og fer með ljóð nöfnu sinnar fyrir aðra þorpsbúa. Nína Björk er helsta von fólksins í þorpinu, ljósgeisli í lífi þeirra.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 7. júní 2018, bls. 65</p> <p></p> <p></p> <p></p>

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1979 HérVHún Fræðafélag 044 Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason kynnir Nínu Björk Árnadóttur sem les m.a. úr ljóðabókunum U Ingólfur Guðnason og Nína Björk Árnadóttir 41989

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.06.2018