Nína Björk Árnadóttir 07.06.1941-16.04.2000

Nína Björk var dóttir Árna Sigurjónssonar, systursonar Stefáns frá Hvítadal, og Láru Hólmfreðsdóttur. Hún var fóstruð frá eins árs aldri af hjónunum Ragnheiði Ólafsdóttur og Gísla Sæmundssyni, sem bjuggu á Garðsstöðum við Ögur í Ísafjarðardjúpi.

Eiginmaður Nínu Bjarkar var Bragi Kristjónsson bóksali og eignuðust þau þrjá syni, Ara Gísla, Valgarð og Ragnar Ísleif.

Nína Björk stundaði gagnfræðanám á Núpi í Dýrafirði og leiklistarnám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Auk þess stundaði hún um nokkurt skeið nám við leiklistarfræðadeild Hafnarháskóla.

Fyrsta ljóðabók Nínu Bjarkar, Ung ljóð, kom út 1965, vakti athygli og gaf fögur fyrirheit um hvað koma skyldi. Í ljóðunum takast á sterkar andstæður; milli hins þekkta og óþekkta. Ljóðabókin var fljótlega þýdd á dönsku líkt og mörg önnur verk hennar, sem þýdd voru á vel flest Norðurlandamálin auk þýsku, spænsku, rússnesku og pólsku.

Eftir Nínu Bjök liggja alls níu ljóðabækur, tvær skáldsögur; Móðir, kona, meyja, 1987 og Þriðja ástin, 1995, auk leikrita, m.a. Súkkulaði handa Silju og Fugl sem flaug á snúru. Hún skrifaði ævisögu vinar síns, Alfreðs Flóka, og Ævintýrabókin með honum,1992. Leikrit hennar voru sett upp í Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og víðar, auk þess sem þau voru flutt í útvarpi, bæði á Íslandi og erlendis. Hún varð valinn borgarlistamaður árið 1985.

Í skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, Trúir þú á töfra?, sem kom út 2011, er vísað til Nínu Bjarkar og kveðskapar hennar. Aðalsöguhetjan, Nína Björk, lifir og hrærist í skáldskap og fer með ljóð nöfnu sinnar fyrir aðra þorpsbúa. Nína Björk er helsta von fólksins í þorpinu, ljósgeisli í lífi þeirra.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 7. júní 2018, bls. 65

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1979 HérVHún Fræðafélag 044 Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason kynnir Nínu Björk Árnadóttur sem les m.a. úr ljóðabókunum U Ingólfur Guðnason og Nína Björk Árnadóttir 41989

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.06.2018