Guðný Guðmundsdóttir 11.01.1948-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Guðmundur Eggert Matthíasson, organleikari og kennari í Reykjavík, f. 26. feb. 1909 á Miðgörðum í Grímsey, d. 17. júlí 1982, og k. h. Helga Jónsdóttir, kennari, f. 18. mars 1920 á Möðruvöllum í Hörgárdal, Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu, d. 14. des. 1990.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í barna- og gagnfræðaskóla í Kópavogi og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík 1965-1967; nam við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 1954-1956 og Tónlistarskólann í Reykjavík 1956-1967 og lauk þaðan einleikaraprófi: lauk BM-prófi með láði og hlaut „Performer's Certificate“ (einleikarapróf) 1971 frá Eastrnan School of Music við University of Rochesrer, Bandaríkjunum 1971; hlaut Diploma frá Royal College of Music í London, Englandi 1972 og lauk Master of Music-prófi frá The Juliard School of the Performing Arts 1974; hefur auk þess sótt fjölda námskeiða í einleik, karmmertónlist og hljómsveitarleik í Evrópu og Bandaríkjunum 1964-1974.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var lausráðinn fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1964-1974; konsertrneistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1974 [til 2010]; hlaut tveggja ára starfslaun 1998; hefur verið fiðlukennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1974; hefur auk þess kennt og leikið kammertónlist á fjölda sumarhátíða í Bandaríkjunum, m.a. Manchester Music Festival. Killingtan Music Festival og Wheathersfield Music Festival, öll í Vermont, og Texas Music FestivaI í Houston, Texas.</p> <p><strong>Helstu viðburðir á starfsferli:</strong> Einleikur með Rochester Philharmonic Í april 1971; debut-tónleikar hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík í apríl 1972 og í Wigmore Hall í London í júlí sama ár; debut-tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í apríl 1973; tónleikar í Merkin Hall í New York og Library of Congress í Washington D.C., 1984; debut-tónleíkar í Ísrael 1979; frum flutningur á tveimur nýjum íslenskum fiðlukonserrum, Formgerð II eftir Herbert H. Ágústsson 1979 og fiðlukonsert eftir Pál P. Pálsson í maí 1998; frumflutningur á Íslandi á fiðlukonsertum Elgars og Brittens 1992 og 1996; frumflutningur í Puerto Rico á Britten 1997; einleikstónleikar í Saint John Srnith Square Í London 1994; einleikur með Þjóðarhljómsveit Mexíkó 1994.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 194-195. Sögusteinn 2000.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1964 2010

Viðtöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari og fiðluleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.12.2014