Ingrid Karlsdóttir 04.09.1984-

Ingrid hóf að leika á fiðlu sjö ára gömul og stundaði nám við Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins, Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist með B.M. gráðu vorið 2004. Það ár lék hún einleik í fiðlukonsert Sibelíusar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að prófi loknu hélt hún til Bandaríkjanna og stundaði framhaldsnám í tónlist við Oberlin Conservatory í Ohio þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2007.

Ingrid hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og Kammersveitinni Ísafold, tekið þátt í upptökum og leikið á tónleikum með hljómsveitunum Múm, Hjaltalín og Amiinu. Árið 2013 ferðaðist hún um heiminn og lék á tónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Ingrid er stofnmeðlimur tónlistarhópsins Kúbus.

- - - - -

Ingrid was born in Reykjavík in 1984. She began studying the violin at the age of 7 in the Music School of the Icelandic Suzuki Association, the Reykjavík College of Music and the Iceland Academy of the Arts, from where she graduated with a B.M. degree in 2004. That year she performed the Sibelius Violin Concerto with the Iceland Symphony Orchestra. Upon graduation in Iceland, she continued her studies in the USA where she attended the Oberlin Conservatory in Ohio, graduating in 2007.

Ingrid is an active participant in the Icelandic music scene, as a member of the Iceland Symphony Orchestra, Caput Ensemble, Reykjavík Chamber Orchestra and Ísafold Chamber Orchestra, and performs also with prominent pop groups such as Múm, Hjaltalín and Amiina. In 2013 she toured around the world with the famous Icelandic group Sigur Rós. Ingrid is a founding member of the Kúbus Ensemble.

Listasafni Sigurjóns 2014 – tónleikaskrá 8. júlí 2014.

Staðir

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1991-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Listaháskóli Íslands Háskólanemi -2004
Oberlin tónlistarháskólann Háskólanemi -2007

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Fiðluleikari
Kammersveit Reykjavíkur Fiðluleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, háskólanemi og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.06.2016