Eiríkur Guðmundsson 1762-16.05.1812

Prestur fæddur um 1762 (1764). Stúdent 1782 frá Skálholtsskóla með ágætum vitnisburði. Fékk uppreisn æru 1793 en hann eignaðist barn með verðandi konu sinni, barnið fæddist sama dag og brúðkaupið skyldi haldið. Varð prestur í Hvalsnesi 13. nóvember 1796. Hann fékk Útskála 2. apríl 1811 og andaðist þar 1812. Hann var gáfumaður, vel að sér í guðfræði og lögum, samviskusamur, glaðvær hversdagslega en þó stilltur, ráðhollur og friðsamur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 406-7.

Staðir

Hvalsneskirkja Prestur 13.11.1796-1811
Útskálakirkja Prestur 02.04.1811-1812

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.02.2016