Jóhannes Pálsson (Jóhannes Jónsson Pálsson) 01.04.1914-1970

<h5>Foreldrar:</h5> <p>Jón Pálsson, f. 10. sept. 1887, b. í Geysisbyggð, og k. h. Una Friðný Jónasdóttir, f. 30. okt. 1891.</p> <h5>Námsferill:</h5> <p>Stundaði miðskólanám og tónlistarnám í Winnipeg. A.T.C.M. 1936. Lauk prófi í fiðluleik við Toronto Conservatory of Music með hæstu einkunn það ár.</p> <h5>Starfsferill:</h5> <p>Bóndi og smiður, stillir píanó og kennir á fiðlu. Hefur unnið mikið starf að sönglistarmálum sveitarinnar með aðstoð' systur sinnar, Mrs. Lilju Martin, leikið víða einleik á fiðlu með undirleik hennar. Starf þeirra systkinanna í þágu tónlistarmála byggðarinnar er unnið að mestu sem áhugastarf fyrir litla þóknun en við almennar vinsældir og þakklæti byggðarmanna.</p> <h5>Fjöskylda:</h5> <p>Maki (1. ágúst 1942) Olga Egilsdóttir Hólm, f. 31. maí 1919. Foreldrar: Egill Haraldsson Hólm, f. 15. nóv. 1886, d. 2. ágúst 1943, kom til Canada með foreldrum sínum 1907, b. í Víðirbyggð, og k. h. Sigurmunda Aðalrós Ólafsdóttir, f. 8. sept. 1886, d. 12. jan. 1958. Hún var dóttir Ólafs Eiríkssonar, b. á Kambsmýrum, S.-Þing., og k. h. Steinunnar Guðnadóttur Magnússonar. - Börn þeirra: 1. Una Rósalind, f. 25. marz 1944. 2. Salin Jóna, f. 28. júní 1945. 3. Baldur Jóhannes, f. 20. apr. 1952.</p> <h5>Heimildir:</h5> <ul> <li>Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar 1933, bls, <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4664736">54</a> og <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4664752">70</a>.</li> <li>Lögberg, 19. marz 1959, bls. <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2209414">3</a>.</li> </ul> <p align="right">Vestur-íslenskar æviskrár. 1. bindi, bls. 273. Akureyri MCMLXI (1961).</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.01.2014