Hafsteinn Guðmundsson 04.02.1912-16.05.1999

<p>Hafsteinn vann að búi foreldra sinna á Skjaldvararfossi, en fór nokkuð að heiman til sjóróðra smíðaverk hans eru án efa í kirkjunni hans, Langholtskirkju. Hafsteinn hafði á tímabili verið þar bæði kirkjuvörður og meðhjálpari og unnið þau störf af trúmennsku svo sem honum var lagið. Hafsteinn var trúmikill maður, en gerði einatt lítið úr. Hann stundaði nám í unglingaskóla í Flatey, og hélt síðar til iðnnáms í Reykjavík og lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1938. Hann vann um árabil í smiðju Árna Gunnlaugssonar að Laugavegi 71 í Reykjavík. Um 1960 hóf Hafsteinn sjálfstæðan rekstur í bískúr sínum að Kambsvegi 33 í Reykjavík og stundaði þar járnsmíði allt til ársins 1998, þó í mjög smáum stíl síðustu árin, þegar heilsan var farin að bila. Smíðisgripir Hafsteins voru af ýmsum toga, s.s. handrið, hóf járn og brennimörk, og skeifnasmíði var stór þáttur í störfum hans um margra ára skeið. Eitt stærsta verkefni Hafsteins var klukknaturninn við Langholtskirkju í Reykjavík, en þar starfaði hann sem meðhjálpari og kirkjuvörður á árunum 1961 til 1970.</p> <p>Hafsteinn var virkur í Félagi járniðnaðarmanna um árabil, sat í stjórn, var fulltrúi félagsins á þingi Alþýðusambands Islands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Þá átti hann sæti í Iðnráði Reykjavíkur um skeið. Hafsteinn starfaði í Barðstrendingafélaginu í Reykjavík og var félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 21. maí 1999, bls. 52.</p>

Staðir

Hagakirkja Forsöngvari 1928-1930

Tengt efni á öðrum vefjum

Forsöngvari og járnsmiður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.01.2015