Ingibjörg Þorbergs (Ingibjörg Kristín Þorbergsdóttir) 25.10.1927-06.05.2019

<p>Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Kristjana Sigurbergsdóttir húsmóðir og Þorbergur Skúlason, skósmíðameistari í Reykjavík. Bróðir Ingibjargar er Skúli Ólafur Þorbergsson (f. 3. apríl 1930), kvæntur Guðrúnu Stefaníu Björnsdóttur.</p> <p>Ingibjörg giftist 12. ágúst 1976 Guðmundi Jónssyni píanóleikara (1929–2010). Börn Guðmundar af fyrra hjónabandi eru Auður Eir, Guðmundur Kristinn, Helga Kristín og Þórdís. Barnabörn eru 11 og barnabarnabörn eru 12. <p>Ingibjörg lauk prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með klarínettuleik sem aðalgrein árið 1952 en stundaði þar jafnframt nám í hljómfræði, píanóleik og tónlistarsögu. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá KÍ árið 1957 og fór í kynnisferð til Bandaríkjanna í boði George Washington-háskólans árið 1956 og söng þá m.a. með stórhljómsveitum. Hún dvaldi við nám við Dante Alighieriskólann í Róm árið 1962 og sótti ýmis tónlistar- og tungumálanámskeið á vegum innlendra og erlendra aðila.</p> <p>Ingibjörg hóf störf hjá RÚV árið 1946 og starfaði þar allt til ársins 1985 við hin ýmsu störf. Fyrsta starf hennar var á innheimtudeild en svo gerðist hún dagskrárgerðarmaður í tónlistardeildinni á árinu 1949. Verkefni hennar voru meðal annars að stýra þættinum Óskalög sjúklinga, aðstoðarþulur, stjórn barnatíma, umsjón með viðtals- og tónlistarþáttum ásamt annarri dagskrárgerð. Ingibjörg var varadagskrárstjóri og dagskrárstjóri RÚV 1981 til 1985. Auk starfa sinna fyrir RÚV var Ingibjörg stundakennari við m.a. Miðbæjar- og Breiðagerðisskóla frá 1957 til 1958. Ingibjörg starfaði einnig við blaðamennsku og sá m.a. um tónlistargagnrýni fyrir Tímann og Vísi ásamt því að skrifa fyrir barnablaðið Æskuna.</p> <p>Ingibjörg samdi sönglög, dægurlög og barnalög, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið og til grunnskólakennslu á Norðurlöndum, söng inn á fjölda hljómplatna og samdi sjö leikrit fyrir börn og unglinga sem flutt voru í útvarpi hér á landi og í Svíþjóð.</p> <p>Ingibjörg hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003, var kjörin heiðursfélagi FTT 1996 og var sæmd riddarakrossi árið 2008 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu . 21. maí 2019, bls 18.</p>

Staðir

Ríkisútvarpið Dagskrárgerðarmaður 1946-1997
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1952

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Svavars Gests Söngkona
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Barnakennari , blaðamaður , dagskrárgerðarmaður , rithöfundur , söngkona , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.10.2020