Ingibjörg Þorbergs (Ingibjörg Kristín Þorbergsdóttir) 25.10.1927-06.05.2019

... Ingibjörg varð snemma þekkt söngkona og að auki kunn fyrir lög og ljóð barnalaga og jólalaga sem hafa lifað fram á þennan dag. Vegna framlags hennar til barnatónlistar voru henni veitt sérstök heiðursverðlaun á Íslenku tónlistarverðlaununum 2002.

Tónlist.is (27. mars 2014).

„Hálfníræð! - Það er ekki lítið,“ sagði Ingibjörg Þorbergs, tónskáld, textahöfundur og söngkona, sem fagnar 85 ára afmæli í dag. „Ég er mjöog þakklát fyrir að fá að verða svona gömul. Ég get ekki hlaupið og ekki dansað. Það er svolítið leiðinlegt, on göngugrindin bjargar mér svo ég komst um,“ sagði Ingibjörg.

Hún hefur samið fjölda laga og eru Aravísur og Hin fyrstu jól líklega þekktust. Ingibjörg er enn að semja. Nýlega samdi hún lag við texta Þorvaldar Þorsteinssonar, sem hann samdi í minningu Guðmundar heitins Jónssonar, píanóleikara og eiginmanns Ingibjargar, sem lést fyrir tæpum tveimur árum. Textinn heitir Þú varst þar. Ingibjörg hefur einnig samið mörg lög við ljóð Kristjáns Hreinssonar, Þau má heyra á plötunni Í sólgulu húsi (2005). Einnig kom út platan Man ég þinn koss (2007) með úrvali belstu laga Ingibjargar.

„Ég er hætt að spila á gítarinn sem á píanóið. Eg lærði á píanó heilmikið. Ég er líka hælt að skrifa út eins og ég gerði og set bara hljómana við. Ég lærði lík á klarínett og var fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist hér á landi á það hljóðfæri. sagði Ingibjörg ...

Ingibjörg Þorbergs er 85 ára í dag. Morgunblaðið. 25. október 2012, bls 30.

Staðir

Ríkisútvarpið Dagskrárgerðarmaður 1946-1997
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1952

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Svavars Gests Söngkona

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Dagskrárgerðarmaður, rithöfundur, söngkona, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.05.2019