Kristinn Örn Kristinsson 28.08.1957-

Kristinn Örn lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri og stundaði síðar nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Southern Illinois University og St. Louis Conservatory of Music í Bandaríkjunum. Meðal helstu kennara hans má nefna Philip Jenkins, Margréti Eiríksdóttur, Ruth Slenczynska og Joseph Kalichstein.

Að loknu námi kenndi Kristinn Örn við Tónlistarskólann á Akureyri, en tók við skólastjórn Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins í Reykjavík árið 1990. Árið 1998 stofnaði hann ásamt fleirum Allegro Suzukitónlistarskólann og hefur starfað þar síðan ásamt því að vera meðleikari við Söngskólann í Reykjavík.

Kristinn Örn hlaut starfslaun listamanna 1996 og gaf út hljómdiskinn Píanólögin okkar og bókina Suzuki tónlistaruppeldi 1998. Hann hefur komið víða fram á tónleikum með ýmsum hljóðfæraleikurum og söngvurum, leikið inn á hljómdiska og tekið upp fyrir útvarp.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 4. september 2012.


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari og píanóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.03.2014