Harry Herlufsen (Harry Otto August Herlufsen) 18.08.1913-15.09.2006

<p>Herlufsens er fyrst getið í blöðunum 13. janúar 1940 þegar Jón Halldórsson tilkynnir að hann hafi selt rakarastofu sína á Ísafirði til rakarameistara hr. Harry Herlufsen.</p> <p>Harry varð strax virkur í tónlistarlífi Ísafjarðar: lék í Lúðrasveit bæjarins (sjá ljósmynd af sveitinni frá 1940), kenndi við tónlistarskólann og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1954-1959.</p> <p>Í blaðagrein 1959 er nefnt að Harry hafi hætt kennslu við Tónlistarskólann þá um vorið. Í Morgunblaðinu 30. maí 1959 má svo lesa eftirfarandi auglýsingu: „Húseign og rakarastofa við aðalgötu á Ísafirði til sölu. Upplýsingar gefur Harry Herlufsen“. Húseignin var Hafnarstræti 11 og sá sem keypti var Vilberg Vilbergsson, Villi Valli, rakari eins og Harry og hafði leikið í Lúðrasveit Ísafjarðar undir hans stjórn. Harry flutti til Tjæreborgar í Danmerkur&nbsp;og tók Villi Valli við stjórn Lúðrasveitarinnar...</p> <p>- - - - -<br /> Fæðingardagur, dánardægur og fullt nafn er fengið úr islendingabok.is</p>

Staðir

Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarkennari -1858-05

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Ísafjarðar Stjórnandi 1954 1959
Lúðrasveit Ísafjarðar 1940

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.12.2015