Eiríkur Guðmundsson 1727-03.12.1795

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1746, varð næst djákni á Grenjaðarstað og vígðist 24. október 1750 aðstoðarprestur sr. Björns Magnússonar á Grenjaðarstað, gegndi einnig Nesi veturinn 1750-51. Fékk Stað í Hrútafirði vorið 1753 og var þar til dauðadags. Þótti allvel gefinn, víðlesinn, nokkuð kaldlyndur. Talinn af sumum einn besti ræðumaður í Hólabiskupsdæmi. Ræður og bænir eftir hann eru varðveittar í Landsbókasafni.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 406.

Staðir

Grenjaðarstaðakirkja Aukaprestur 24.10.1750-1753
Staðarkirkja í Hrútafirði Prestur 1753-1795

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.10.2017