Steingrímur Johnsen (Steingrímur Hannesson Johnsen) 10.12.1846-31.01.1901

Steingrímur tók við starfi söngkennara í Lærða skólanum eftir lát Péturs Guðjónssonar 1877. Hann tók virkan þátt í sönglífi höfuðstaðarins og var meðal annars stjórnandi söngfélagsins 14. janúar. Hann þótti hafa fallega söngrödd og kom ýmist fram sem stjórnandi, söngvari eða undirleikari á söngskemmtunum og kirkjutónleikum í Reykjavík.

Eftir að hann lauk embættisprófi í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1873 var hann meðal annars kennari við Prestaskólann og gegndi skrifstofu- og verslunarstörfum í Reykjavík.

Íslenska einsöngslagið - sýningarskrá. Yfilitssýning í Gerðubergi 2. október - 1. desember 1994

Staðir

Háskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi -1873

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.05.2017