Gerður Bolladóttir 07.12.1967-

Gerður Bolladóttir ólst upp á Laufási við Eyjafjörð. Hún byrjaði ung að syngja í kirkjunni hjá prestinum föður sínum, en hóf formlegt söngnám 18 ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún lauk burtfararprófi í söng undir handleiðslu Sigurðar Demetz Franssonar og stundaði framhaldsnám við Indiana University, School of Music í Bloomington í Bandaríkjunum, þar sem helstu kennarar hennar voru Martina Arroyo og Klara Barlow. Gerður hefur haldið tónleika víðsvegar á Íslandi, Bandaríkjunum, Grænlandi og nú síðast í Færeyjum í júní í sumar. Hún hefur aðallega einbeitt sér að ljóðasöng og kirkjutónlist. Árið 2004 kom út diskurinn Jón Arason in memoriam með Gerði og Kára Þormari orgelleikara. Síðasta verkefni hennar var útgáfa á geisladiski með íslenskum þjóðlögum í útsetningum Ferdinand Rauter og Önnu Þorvaldsdóttur.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 2. september 2008.


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.10.2013