Eyþór Ingi Gunnlaugsson 29.05.1989-

<p>Eyþór Ingi er uppalinn á Dalvík og tók á unglingsárum þátt í uppfærslum Leikfélags Dalvíkur og einnig í söngleiknum Ólíver Twist! hjá Leikfélagi Akureyrar, sem naut mikilla vinsælda. Hann vakti athygli þegar hann fór með hlutverk Jesú í uppfærslu Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólans á Akureyri á Jesus Christ Superstar og árið 2007 söng hann fyrst fyrir alþjóð í Söngkeppni framhaldsskólanna, þar sem hann fór með sigur af hólmi fyrir Verkmenntaskóla Akureyrar. Ári síðar sigraði hann í sjónvarpsþættinum Bandið hans Bubba á Stöð 2, aðeins 18 ára gamall. Eyþór Ingi hefur síðan þá komið fram við margvísleg tækifæri, bæði sem söngvari og tónskáld.</p> <p>Árið 2010 tók hann þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Rocky Horror í hlutverki Riff Raff og var tilnefndur til Grímunnar fyrir söng sinn í verkinu. Árið eftir lék hann Berger í uppfærslu Silfurtunglsins á Hárinu í Hofi og Hörpu. Þá fór hann með hlutverk Maríusar í uppfærslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum leikárið 2011-2012.</p> <p>Eyþór Ingi hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Deep Purple Tribute band, proggsveitinni Eldberg sem gaf út sína fyrstu plötu 2011 og Todmobile. Þá hefur hann komið fram á sýningum eins og Freddie Mercury Tribute í Hörpu og Bond tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 2012 söng Eyþór Ingi í fyrsta skipti með Frostrósum í Eldborg og Hofi.</p> <p>Eyþór Ingi vinnur að sinni fyrstu sólóplötu með eigin tónsmíðum.</p> <p>Eyþór Ingi flytur framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva vorið 2013. Þetta er í fyrsta sinn sem Eyþór Ingi tekur þátt í Söngvakeppninni, Eurovision 2013, og flytur hann lag og texta Örlygs Smára og Péturs Arnar Guðmundssonar, Ég á líf.</p> <p align="right">Tónlist.is 27. janúar 2014.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Todmobile Söngvari 2011

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016