Óskar Cortes (Óskar Torfi Cortes Emanúelsson) 21.01.1918-22.02.1965

<p><strong>Foreldrar:</strong> Emanuel Reinfrieg Heinrich Cortes, yfirprentari í Reykjavík, f. 20. september 1875 í Stokkhólmi í Svíþjóð, d. 12. júlí 1947, og kona hans Björg Vilborg Zoëga Jóhannesdóttir, f. 27. janúar 1885 í Reykjavík, d. 26. október 1960.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Sótti einkatíma í fiðluleik hjá Karli O. Runólfssyni 1934 og Þórarni Guðmundssyni 1935; innritaðist í Tónlistarskólann í Reykjavík 1936 í fiðlunám hjá prófessor Hans Stephanek frá Austurríki og lauk þaðan burtfararprófi með ágætiseinkunn 1940; stundaði framhaldsnám í Stokkhólmi 1946-1948 hjá Turicchia, ítölskum konsertmeistara við Konunglegu sænsku óperuhljómsveitina.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var fiðluleikari í Hljómsveit Reykjavíkur 1938-1940 og fiðluleikari á Bíó Café á SiglufIrði 1935; ráðinn í hljómsveit Alþýðuhússins á Siglufirði sumrin 1936, 1937 og 1939 og hljómsveit Poul Dalman og J. Quinet á Hótel Borg sumrin 1938 og 1939; stofnaði sína fyrstu danshljómsveit í Iðnó og Ingólfs Café 1942; ráðinn með hljómsveit á veitingahúsið Röðul í eitt ár við opnun þess 1944; lék klassíska tónlist með fimm manna hljómsveit á Hótel Þresti í Hafnarfirði 1945; meðstofnandi strengjakvartettsins Fjarka 1948 og lék með honum til 1956; lék í Strengjasveit Tónlistarskólans undir stjórn Victors Urbancic 1943-1945; ráðinn fiðluleikan í Útvarpshljómsveitina 1948; var fastráðum fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1965 og starfaði á hennar vegum í leiksýningum og óperum í Þjóðleikhúsinu.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 228. Sögusteinn 2000.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1950 1965
Útvarpshljómsveitin Fiðluleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.02.2016