Ingibjörg Guðlaugsdóttir -

Ingibjörg stundaði nám í básúnuleik við tónlistarháskólann í Gautaborg og kórstjórn við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Síðan þá hefur hún starfað sem básúnuleikari og kennari, stjórnandi kóra og lúðrasveita, og tónskáld í Svíþjóð og á Íslandi.

Tónsmíðar Ingibjargar Azimu eru fyrst og fremst innblásnar af íslenskri ljóðagerð. Ljóðrænn og þjóðlegur blær einkennir því oft tónsmíðar hennar. Ingibjörg Azima hefur samið tónlist við ljóð fjölda íslenskra ljóðskálda og hafa tónverk eftir hana verið flutt á mörgum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og í Svíþjóð. Á liðnu ári kom út geisladiskurinn Vorljóð á ýli með lögum frá árunum 2006-2014, sem hún samdi við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur frá Garði í Mývatnssveit.

Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 29. júlí 2016.

- - - - -

Ingibjörg Azima studied in Sweden, the trombone at the Gothenburg Academy of Music, and choral conducting at the Uppsala University. Since then, she has worked both in Sweden and in Iceland as a trombone player, director of choirs and brass-bands, and as a teacher and composer.

Ingibjörg Azima's compositions are primarily inspired by Icelandic poetry so they often give the listener an image of folklore. She has composed music to many poems by Icelandic poets and her music has been performed in many concerts and festivals in Iceland and in Sweden. The CD Spring Poem in Winter was released last year, with songs that she wrote in 2006-2014 to poems by her grandmother, Jakobína Sigurdardottir from Garđur in Mývatnssveit.

Sigurjon Olafssonar Art Museum Summer Concerts (July 29, 2016.

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Skólahljómsveit Austurbæjar Básúnukennari

Tengt efni á öðrum vefjum

Básúnukennari, básúnuleikari, nemandi, stjórnandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.01.2020