Jón Jónsson 03.06.1830-31.07.1898

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1853 og lauk prófi úr prestaskóla 1855. Vígðist 2. september 1855 aðstoðarprestur stjúpa síns, sr. Halldórs Jónssonar að Mosfelli í Grímsnesi, og fékk það prestakall 10. ágúst 1858 við lát hans. Var prófastur Árnesinga 1867-1874. Fékk Höskuldsstaði 22. janúar 1871 en fékk leyfi til að sitja kyrr að Mosfelli en fékk svo Hof í Vopnafirði 29. nóvember 1881. Prófastur í Norður-Múlasýslu 25. maí 1883 en sagði því af sér 1888.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 204-05. </p>

Staðir

Mosfellskirkja Aukaprestur 02.09. 1855-1858
Mosfellskirkja Prestur 10.08. 1858-1881
Hofskirkja í Vopnafirði Prestur 29.11. 1881-1898

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.01.2018