Daníel Ágúst Haraldsson 26.08.1969-

<p>Daníel Ágúst varð þjóðþekktur og fékk gömul hippahjörtu til að slá hraðar þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Nýdönsk sem stofnuð var árið 1987.</p> <p>Það verður seint tekið af honum að þar er á ferð fantagóður söngvari og af þeim sökum skrapp hann árið 1989 með lag Valgeirs Guðjónssonar; Það sem enginn sér, í Eurovision keppnina fyrir hönd okkar Íslendinga. Þetta var í fjórða sinn sem við tókum þátt í þessari keppni og í öll skiptin á undan höfðum við hafnað í sextánda sæti. Með framgöngu Daníels varð breyting þar á, því nú bar svo við að lag Íslendinga lenti í neðsta sæti með ekkert stig - zero points! Eftir keppnina kölluðu gárungarnir lagið Það sem enginn sá né heyrði.</p> <p>Daníel Ágúst lét þetta mótlæti ekki slá sig út af laginu og hélt áfram að rækta garðinn sinn með Nýdanskri, auk þess að sinna öðrum verkefnum á sviði söngs og tónlistar. Hann ljáði Rabba trommuleikara rödd sína á plötunni Andartak árið 1991 og söng þar lagið Orðin, sem er eitt af betri lögum plötunnar. Daníel söng einnig lagið Tilfinningar á annarri plötu sama listamanns, Ef ég hefði vængi, sem kom út árið 1993. En það sama ár var Daníel valinn besti söngvarinn á Íslensku tónlistarverðlaununum, en það var í fyrsta sinn sem þau voru haldin undir því nafni. Hann var auk þess tilnefndur í flokkunum besti lagahöfundurinn og besti textahöfundurinn.</p> <p>Eftir að hafa unnið með Nýdanskri að plötunni Hunang og byrjað með þeim í tónlistarflutningi Gauragangs eftir Ólaf Hauk Símonarson ákvað Daníel að yfirgefa sveitina og snúa sér að störfum með fjöllistarhópnum Gus Gus sem með tímanum þróaðist í það að verða hljómsveitin Gus Gus og gerði það gott með sveitinni erlendis. Á árunum 1994 og 1996 kom hann við sögu í uppfærslu söngleikjanna Súperstar og Stonefree en báðir þessir söngleikjir voru í tónlistarumsjón félaga Daníels úr Nýdönsk; Jóns Ólafssonar. Þegar safnað var saman mannskap til að syngja inn á safnplötu til heiðurs Jóhanni G. Jóhannssyni sem hlaut heitið Asking for love var Daníel einn þeirra sem hóað var í og brást hann vel við.</p> <p>Árið 1998 var nafn Daníels Ágústs Haraldssonar aftur á dagskrá Íslensku tónlistarverðlaunanna og hann valinn besti söngvari það ár.</p> <p align="right">Bárður Örn Bárðarson (Tónlist.is – desember 2013).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Nýdönsk Söngvari 1987

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.08.2019