Garðar Thór Cortes 02.05.1974-

<p>Garðar Thór hóf söngnám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1993 hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk þaðan prófi fjórum árum síðar. Eftir það stundaði hann nám við Hochschule für Darstellende Kunst und Musik í Vínarborg, sótti einkatíma hjá André Orlowitz í Kaupmannahöfn og stundaði nám við óperudeild Konunglega tónlistarháskólans í Lundúnum.</p> <p>Garðar Thór hefur komið víða fram og haldið einsöngstónleika, sungið í söngleikjum, óratóríum og óperum hér heima, víðsvegar í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum. Garðar hefur sungið á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og með sópransöngkonunni Kiri Te Kanawa og kom fram á lokatónleikum Proms-tónlistarhátíðarinnar í London og söng þar fyrir tugþúsundir. Meðal óperuhlutverka sem Garðar hefur sungið eru Ferrando í Così fan tutte, Fenton í Falstaff, Alfredo í LaTraviata, Rinuccchio í Gianni Schicchi, Ítalskur söngvari í Der Rosenkavalier, Vakula í Cherevichki, Chanfalla í Das Wundertheater, Rodolfo í La Bohème, Hertoginn í Rigoletto og Alberto í L‘occasione fa il ladro. Hann söng hlutverk Don Ramiro í Öskubusku árið 2006 og hlutverk Nemorino í Ástardrykknum árið 2009 hjá Íslensku óperunni. Síðastliðið haust tók Garðar þátt í 25 ára afmælissýningu The Phantom of the Opera í Royal Albert Hall sem var send beint út í bíóhúsum um allan heim, og söng ennfremur hlutverk Tamino í Töfraflautunni hjá Íslensku óperunni.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar 2013.</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1993-1977
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi -
Konunglegi tónlistarakedemían í London Háskólanemi -
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016