Gísli Sigurðsson -1797

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1746. Vígðist aðstoðarprestur föður síns í Heydölum 29. október 1752 og tók við að fullu 29. maí 1758 eftir lát sr. Sigurðar. Lét af prestskap 1794 og fluttist að Skriðu í Breiðdal og andaðist þar. Hann var vel að sér, röggsamlegur kennimaður og siðavandur en vel látinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 76.

Staðir

Heydalakirkja Prestur 1758-1794
Heydalakirkja Aukaprestur 29.10.1752-1758

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2018