Halldór Magnússon 11.04.1775-22.12.1836

<p>Stúdent 1797 frá Reykjavíkurskóla eldra en missti skömmu síðar rétt til prestskapar vegna of bráðrar barneignar með konu sinni. Fékk uppreisn æru sinnar í nóvember sama ár. Varð djákni á Breiðabólstað í Fljótshlíð 6. september 1898 en missti það starf fljótlega. Fékk Keldnaþing 30. október 1811, fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 23. febrúar 1825 og var þar síðan. Varð úti á ferð í Svínadal. Hann var mjög hár vexti og karlmenni til burða, í meðallagi gefinn en kennimaður góður og vel látinn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 44.</p>

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Djákni 06.09.1798-1799
Keldnakirkja Prestur 30.10.1811-1825
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 23.12.1825-1836

Djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.02.2016