Ásmundur Guðmundsson 06.10.1888-29.05.1969

<p>Prestur, biskup. Stúdent frá MR 30. júní 1908 og próf í guðfræði frá HÍ 19. júní 1912. Stundaði framhaldsnám allvíða. Kallaður prestur til Íslendingabyggða í Alberta um mánaðartíma 1914 og í Vatnabyggðum í Saskatchewan í Kanada 1912-1914. Vígður aðstoðarprestur í Stykkishólmi 24. júní 1915, settur sóknarprestur á Helgafelli 31. maí 1916 og fékk Helgafell 13. nóv. sama ár og sat í Stykkishólmi. Skipaður skólastjóri á Eiðum 11. janúar 1919 og dósent við guðfræðideild HÍ 24. apríl 1928 og prófessor 24. apríl 1934. Forseti guðfræðideildar 1934-35 og oft eftir það. Skipaður biskup Íslands 30. janúar 1954 og fékk lausn vegna aldurs 1959. Gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir kirkjuna og vann mikið að ungmennastarfi. Mikilvirkur fræðimaður</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847-1975 bls. 35-37</p>

Staðir

Vatnabyggð Prestur 1912-1914
Alberta Prestur 1914-1914
Helgafellskirkja Prestur 31.05. 1916-1919

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.01.2019