Gunnar Karel Másson 17.05.1984-

<p>Gunnar Karel hóf snemma tónlistarnám og hefur spilað á mörg mismunandi hljóðfæri. Sem tónskáld hefur Gunnar einbeitt sér fyrst og fremst að kammertónlist, þar sem honum finnst tónlistin fá þar þá athygli sem að hún þarfnast. Fyrir utan tónsmíðarnar þá hefur Gunnar einnig haslað sér völl sem tónleikahaldari. Sérstaklega má nefna Sonic hátíðina í Kaupmannahöfn, sem hann setti á laggirnar ásamt Filip C. de Melo árið 2012. Einnig er hann einn af listrænum stjórnendum tónleikaraðarinnar Jaðarber í Reykjavík.</p> <p>Gunnar er meðlimur í DKF, leikhópnum 16 elskendur og S.L.Á.T.U.R.</p> <p>Hann hlaut starfslaun listamanna fyrir hluta af árinu 2015.</p> <p align="right">Af vef Gunnars Karel - febrúar 2020</p>

Staðir

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -
Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2007-2010

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , trompetleikari , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.02.2020