Gunnar Karel Másson 17.05.1984-

Gunnar hóf tónlistarnám mjög ungur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, fyrst á blokkflautu en síðar á túbu við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskólann í Haderslev í Danmörku. Gunnar Karel nam um stutt skeið túbuleik við undirbúningsdeild Tónlistarháskólans í Vojens og síðar í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Árið 2004 skipti hann alfarið yfir á trompet og stundar nú nám í Tónlistarskóla F.Í.H. Árið 2007 hóf Gunnar Karel nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og stefnir að útkskrift árið 2010.

Gunnar Karel hefur komið fram frá barnsaldri og má þar nefna tónleikaferðir með ýmsum hljóðfærahópum til Slóvakíu og Finnlands, sem og þátttöku í hljómsveitum eins og Twisted Reality Show.

Gunnar Karel hefur einnig látið að sér kveða í leikhúsi og hefur í vetur samið tónlist og séð um hljóðmynd tveggja uppfærslna Nemendaleikhúss LHÍ. Fyrst í spunaverkefninu Gangverkið undir stjtórn Kristínar Eysteinsdóttur í Borgarleikhúsinu. Í vor samdi hann tónlistina í uppsetningu Þjóðleikhússins og Nemendaleikhúss LHÍ á Þrettándakvöldi eftir William Shakespeare, ásamt félaga sínum.

Í júlí [2009] mun Gunnar Karel, eitt fjögurra ungra tónskálda, taka þátt í tónlistarhátíðinni Sommerliche Musiktage in Hitzacker í Þýskalandi. Þar er hann fulltrúi Norður Evrópu og verður verk, sérstaklega samið fyrir hátíðina, frumflutt þar. Einnig verður verk eftir Gunnar Karel flutt á Ung Nordisk Musik tónlistarhátíðinni sem fer fram í Gautaborg í ágúst á þessu ári.

Gunnar Karel Másson var eitt þriggja ungra tónskálda sem vann samkeppni á vegum Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Ísafoldar kammersveitar og Rásar 1. Þremenningarnir semja verk fyrir Ísafold sem verður frumflutt 22. júní [2009] á Ísafirði.

Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2009.

Staðir

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -
Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2007-2010

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, trompetleikari, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016